Klæðnaður

Barnið þarf að vera hreint, hafa með sér hlífðarföt miðað við veðurfar þann daginn og aukaföt. Í fataklefanum eru útiföt geymd en aukaföt inn á deild. Aukaföt eru nauðsynleg ef barnið blotnar. Mjög mikilvægt er að merkja föt, skó og stígvél.

Listi yfir aukaföt:

Í hólfi:
Í körfu/hólfi inn á deild:
2 vettlingapör
1 buxur
Ullarsokkar
1 sokkarbuxur (vetur)
Húfu
1 nærbolur
Trefill/Kragi
1 nærbuxur
Pollaföt
2 pör af sokkum.
Ullarpeysa/flíspeysa
1 létta peysu
Snjógalli/snjóbuxur/úlpa (vetur)


Börn sem nota bleyjur þurfa að koma með þær að heiman og gott er að koma með 1 pakka í einu og hann þá geymdur inn á deild. Þegar fer að vanta bleyjur hjá barninu sendum við skilaboð til foreldra. Engin aukafatnaður er til í leikskólanum og því er það á ábyrgð foreldra að barnið sé með þann fatanað sem það þarf í leikskólanum. Ef barninu vantar föt hringjum við í foreldrið og biðjum það að koma með viðeigandi fatnað.

Leikskólinn er vinnustaður barnanna og því þarf klæðnaður þeirra að miðast við að þau geti tekið þátt í öllu því starfi sem fer fram í leikskólanum. Við notum hlífðarsvuntu við vinnuna en það tekst ekki alltaf. Leikskólinn ber ekki ábyrgð á fötum sem skemmast eða týnast og æskilegt er að þau séu í léttum innifatnaði sem þau ráða sjálf við að klæða sig úr og í.

Fatnaður fer eftir veðri hverju sinni en mikilvægt er að hann sé víður og þægilegur og hindri ekki hreyfingar barnanna og sé passlegur miðað við stærð barnsins.

Vinsamlega merkið fatnað barnanna.