Sumardagar

Við höfum nýtt góða veðrið og sumarblíðuna til útiveru og gönguferðar. Búið er að fara víða síðustu daga og hafa börnin ýmist haft með sér ávextina og borðað þá úti eða komið í leikskólann og fengið ávexti þar en haldið áfram að leika úti á leikvellium.

Í einni göngferðinni fundum við hreiður sem við fórum reglulega að til að fylgjast með framgangi mála. Þá höfum við farið í nokkrar fjöruferðir og kíktum á faktorshúsið og framkvæmdina á Kallabakkanum.

Þá erum við nokkrum sinnum búin að fara upp á Bóndavörðuna, finna helli til að fela sig í og horfa yfir Djúpavog frá útsýnisskífunni. Þá vakti grafan mikinn áhuga en hún fór fram hjá leikskólanum í vikunni og endaði upp á Bóndavörðu. Við fórum auðvitað og kíktum á verkframkvæmdir.

Í dag drifum við okkur svo á hornsílaveiðar í Breiðavogi og í garðinum okkar höfum verið að smíða okkur allskonar skemmtilega hluti og rækta kartöflur og grænmeti sem þarf sko mikla vökvun núna þegar sólin skín.

Vonandi helst blíðan áfram svo við getum brallað meira úti.

Fréttamynd - Sumardagar Fréttamynd - Sumardagar

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn