Jól í skókassa

Leikskólinn Bjarkatún er grænfánaskóli og eitt af verkefnum grænfánanas er að taka þátt í hjálparstarfi. Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni þar sem börn og fullorðnir hjálpast að við að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika. Nemendurnir í Bjarkatúni ræktuðu kryddjurtir og seldu á Cittaslow sunnudegi og síðan hjálpuðust foreldrar og börn við að bæta við það sem upp á vantaði til að fylla skókassana. Skókassarnir verða sendir til Ukraínu þar sem þeir munu koma að góðum notum. Fjórir skókassar fóru frá leikskólanum fyrir þessi jól og voru börnin mjög áhugasöm og dugleg við þetta verkefni.
Fréttamynd - Jól í skókassa

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn