Dagur íslenskrar tungu og afmælisdagur Lubba

Á degi íslenskrar tungu vekjum við athygli á tungumálinu okkar þar sem börnin fá að hafa með sér bók að heiman til að skoða og lesa í leikskólanum. Þá höldum við líka upp á afmælið hans Lubba.

Í tilefni afmælisins var farið af stað með lestrarátak Lubba og fengu allir Lubbabein þar sem skráð var bókin sem lesin var fyrir barnið á beinið og fór það síðan í afmælipakkann hans Lubba. Báðar deildir tóku þátt í þessu átaki og komu um 90 bein í pakkann hans Lubba.

Afmælisbarn dagsins var Lubbi og var Valið (frjáls leikur) í anda Lubba þar sem hann ákvað að hafa Lubbahús, Lubbabækur og stafi, Rímverkefni og para stóran og lítinn staf saman og margt fleira tengt stöfum og orðum í valinu. Þá voru ávextir í boði frá afmælisbarninu honum Lubba og hann fékk auðvitað afmælissöng.

Fréttamynd - Dagur íslenskrar tungu og afmælisdagur Lubba Fréttamynd - Dagur íslenskrar tungu og afmælisdagur Lubba Fréttamynd - Dagur íslenskrar tungu og afmælisdagur Lubba

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn