Jólaandinn í Bjarkatúni

Fyrsti í aðventu var á sunnudaginn og var kveikt á bæjarjólatrénu sem stendur á Bjargstúninu. Vegna takmarkana var engin formleg dagskrá en Múlaþing gaf öllum nemendum Bjarkatúns mandarínur og piparkökur. Þegar börnin mættu í leikskólann á mánudagsmorgun var búið að skeyta allt hátt og lágt, jólaljós loguðu, jólaálfar og jólasveinar príddu ganga leikskólans. Síðasta vika hópastarfsins hófst þar sem nemendur vinna verkefni saman í hóp en í næstu viku verður jólastarfið allsráðandi þar sem jólalög óma og deildirnar skapa notalega stemmingu með leik og sköpun.

Kríudeild fór í íþróttahúsið en eftir íþróttirnar settust börnin á deildinni inn í sal, hlustaði á jólasögu og gæddu börnin sér á mandarínunum og piparkökunum. Börnin á Krummadeild fékk sínar mandarínur og piparkökur eftir hressinguna.