Kirkjuheimsókn

Elstu nemendur Krummadeildar og nemendur Kríudeildar fóru í heimsókn í kirkjuna nú á aðventunni. Séra Alfreð tók á móti hópnum, sagði þeim jólasögu og sýndi þeim myndir. Síðan var sungið saman og farið í leiki. Eftir allt fjörið var boðið upp á piparkökur og djús sem rann ljúfenglega niður.

Skólabíllinn sá um að koma okkur á áfangastað og til baka og var mikill spenningur hjá nemendunum um að fá að fara í skólabílinn.
Fréttamynd - Kirkjuheimsókn Fréttamynd - Kirkjuheimsókn

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn