Fjársjóðsleit

Við á Kríudeild höfum opnað okkar eigið dagatal í desember og þar hefur sko ýmislegt leynst. Upp úr dagatalinu hefur komið jólabækur, jólasögur, jólaföndur og í gær kom fjársjóðskort upp úr dagatalinu. Við höfum líka fylgst með jóladagatali Hurðaskells og Skjóðu á hverjum degi en þau eru einmitt í fjársjóðsleit.

Um tvö leitið lögðum við af stað í leiðangurinn með kortið okkar sem leiddi okkur að Hlíðarendaklett og fundum stóran jólapakka. Þegar við opnuðum pakkan kom í ljós könnur, piparkökur, heitt kakó og samlokur. Þetta rann ljúflega niður en við fundum okkur steinaborð til að sitja við.

Síðan lékum við okkur smá í klettinum og fundum helli til að fara inn í. Mjög skemmtileg fjársjóðsleit og gaman að gera sér smá dagamun þessa síðustu daga fyrir jól.
Fréttamynd - Fjársjóðsleit Fréttamynd - Fjársjóðsleit Fréttamynd - Fjársjóðsleit Fréttamynd - Fjársjóðsleit

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn