Stærðfræði

Kubbarnir sem við notum heita einingakubbar og eru þeir hannaðir út frá einni einingu kubba svokölluðum grunnkubb. Þannig eru allir hinir kubbarnir ýmist helmingi stærri, helmingi minni, tvöfaldir, rúnaðir út frá þessum eina grunnkubb. Í þessu starfi fá börnin frjálsar hendur við sköpunina og má kennarinn ekki gefa þeim neinar fyrirfram hugmyndir en getur svarað þeim með opnum spurningum eða leitt þau áfram að lausn vandans.

Í vetur hafa nemendurnir fengið ýmis fyrirmæli um að byggja út frá ákveðnu þema sem þau ráða svo sjálf hvað þau gera en líka frjálst þar sem þau byggja bara það sem þeim langar til en þá er oft byrjað á einhverju ákveðnu en síðan í ferlinu breytast byggingarnar yfir í eitthvað allt annað.

Kubbastarfið styður marga þætti í þroskaferli barnsins, það lærir að skiptast á kubbum, byggja þannig að kubbarnir haldi jafnvægi, taka ákveðin fjölda kubba, passa sig á að rekast ekki í byggingar hjá næsta barni, hjálpast að við að taka saman kubbana og lærir heiti kubbanna eins og ferningur, ferhyrningur, þríhyrningur og sívalingur svo eitthvað sé nefnt. Kubbar er vinsælt leikefni í leikskólanum og er víða notað á yngsta stigi grunnskólans.
Fréttamynd - Stærðfræði Fréttamynd - Stærðfræði Fréttamynd - Stærðfræði Fréttamynd - Stærðfræði

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn