Fjöruferð

Í góða veðrinu í síðustu viku fór nemendur Kríudeildar í fjöruferð. Farið var í Brandsvík þar sem krakkarnir fengu að leika lausum hala og uppgötva allt það sem fjaran býður upp á. Þau fundu marflær undir steinum, krabbaskeljar sem og aðrar skeljar, fallega steina og annað dót sem leynist í fjörum landsins.

Við höfðum með okkur nokkra hluti sem við skoðuðum betur í smásjánni okkar en síðan ætlum við að vinna áfram með efniviðinn.
Fréttamynd - Fjöruferð Fréttamynd - Fjöruferð

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn