Framkvæmdir á bryggjunni

Nemendur Kríudeildar fóru í smá gönguferð í vikunni þar sem byrjað var á því að kíkja í fjöruna og hlusta á sjóinn en nú var ekki eins mikil fjara og þegar við fórum síðast þangað auk þess sem það voru miklu meiri læti í sjónum og miklar öldur og brim. Það var mjög spennandi að upplifa og sjá breytinguna á sjónum.

Síðan héldum við áfram veginn til baka og stoppuðum við borðin og horfðum á framkvæmdirnar við nýju bryggjuna en verið var að slá niður eitt stálþilið. Eftir smá stopp þar héldum við svo áfram út í leikskóla.
Fréttamynd - Framkvæmdir á bryggjunni

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn