Útskriftarferðalag Tjaldanna

Elstu nemendurnir fóur í útskriftarferðalag þar sem Tjaldabingó leiddi þau áfram á ákveðna áfangastaði hér á Djúpavog. Þau þurftu að lesa sjálf hvað stóð í bingóinu til að komast áfram og gekk það mjög vel hjá þeim. Þau fóru meðal annars niður í fjöru, upp á hoppubelginn og enduðu í ís. Í bakaleiðinni kíktu þau á Steinasafnið hans Auja sem þeim fannst mjög flott. Frábær ferð í góðu veðri.
Fréttamynd - Útskriftarferðalag Tjaldanna Fréttamynd - Útskriftarferðalag Tjaldanna Fréttamynd - Útskriftarferðalag Tjaldanna Fréttamynd - Útskriftarferðalag Tjaldanna Fréttamynd - Útskriftarferðalag Tjaldanna

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn