Bátasmíð

Sjóaralög ómuðu, sólin skein og krakkarnir á Kríudeild smíðuðu sér báta í tilefni komu sjómannadagsins sem verður á sunnudaginn n.k. Margir og fjölbreyttir bátar litu dagsins ljós en svo var bara að mála þá og gefa þeim nafn við hæfi. Við máluðum þá og síðan varð auðvitað að festa flaggg í mastrið. Allir fóru svo glaðir með bátana sína heim eftir leikskóla. Nú er spýtukassinn okkar orðinn tómur en ef þið eigið afsagaða búta þá má endilega hafa okkur í huga svo við getum smíðað meira í leikskólaum.

Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar
Fréttamynd - Bátasmíð Fréttamynd - Bátasmíð Fréttamynd - Bátasmíð

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn