stafrænn smásjá

Kríudeild hefur nýtt stafrænan smásjá mjög mikið í vor en við fórum meðal annars í fjöruferð og fundum marfló sem við settum í smásjáinn hjá okkur. Smásjárinn er þannig að hann tengist við tölvu sem tengd er við sjónvarpsskjá þannig að börnin eiga mjög auðvelt með að sjá hvað er að gerast. Þeim finnst þetta mjög spennandi og höfum við bæði skoðað húðina okkar, hárið okkar og annað sem við finnum út í náttúrunni.

Nýlega fengum við svo nýgert geitungabú að skoða í samverunni en geitungabúið var með einum geitungi sem var greinilega að vinna í því að búa til marga geitunga því við sáum litlu húsin þeirra en þetta geitungabú samanstóð af tveimur kúlum og svo hreiðri fyrir hvern nýjan geitung. Í þessu búi var bara einn geitungur. Við settum búið hans í smásjánna og þá kom í ljós að þau eru unnin úr fíngerðum þráðum. Geitungurinn sjálfur var svo svartur og gulur með smá hárum. Frekar ógeðslegt fannst sumum en mjög áhugavert. Hin veran á myndinni er marfló.
Fréttamynd - stafrænn smásjá Fréttamynd - stafrænn smásjá Fréttamynd - stafrænn smásjá Fréttamynd - stafrænn smásjá

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn