Vetrarhátíð

Leikskólabörnin á Kríudeild fögnuðu fyrsta vetrardegi (sem er reyndar á laugardaginn) í dag með því að bjóða nemendum úr 4. bekk Djúpavogsskóla á vetrarhátíð en þau voru búin að gera sér skykkjur og grímur í tilefni dagsins. Boðið var í diskó þar sem diskóljós, sápukúlur og lög sem þau völdu til að dansa við voru spiluð. Þegar búið var að taka snúning fóru allir inn á deild og fengu köku í tilefni dagsins. Heldur betur vel lukkaður dagur og mikil ánægja með þessa heimsókn fjórðu bekkinga þó sumir hafi átt smá erfitt þegar kveðja þurfti systkini.


Fréttamynd - Vetrarhátíð Fréttamynd - Vetrarhátíð Fréttamynd - Vetrarhátíð

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn