Kubbastarf á Kríudeild

Með einingakubbum er hægt að læra allskonar tengt stærðfræði. Kubbarnir eru í mismunandi formi þó allir smíðaðir út frá hinum eina sanna einingakubb. Þau telja, spegla, raða, búa til mynstur, uppgötva form með því að raða ákveðnum kubbum saman og eru með mismunandi stærðir af kubbum. Þá detta þau oft í skemmtilegan ímyndunarleik þar sem þarf oft ýmsa aukahluti til að fullkomna leikinn og þá nýtist sköpunarkrafturinn og hugmyndaflugið sér vel þegar þau útbúa það sem þarf til leiksins.
Fréttamynd - Kubbastarf á Kríudeild Fréttamynd - Kubbastarf á Kríudeild Fréttamynd - Kubbastarf á Kríudeild

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn