Skipulagt starf fellur undir hópastarfið í leikskólanum byggir það á skipulögðum verkefnum frá kennara.  Hann  útfærir kennsluna í gegnum leik. Þannig læra börnin til dæmis hljóð, bókstafi, litablöndun, tölur og talningu með því að leika sér með efniviðinn. En auk þess eru börnin líka að læra að skiptast á, bíða eftir að röðin komi að sér, finna lausnir á ýmsum vandamálum og spjalla saman. 

Á Krummadeild er skipulagt starf sett inn í dagskipulagið þar sem kennari tekur hóp barna í vinnustundir þar sem unnið er með ákveðið verkefni hverju sinni.  Verkefnin geta verið út frá listsköpun, könnunarleikur, kubbastarf (stærðfræði) hreyfing og málörvun (Lubbastarf). 

 Á Kríudeild fléttast skipulagt starf inn í vali dagsins þannig að börnin hafa val um það hvenær það fer í skipulagt starf eða leikur með þann efnivið sem þjónn dagsins valdi að hafa í boði.  Skipulagt starf skiptist í listsköpun, upplýsingatækni, kubbastarf, Numicon stærðfræði, vísindi og málörvun.  Hreyfing, tónlist og spilastundir er skipt í tvo hópa eftir árgöngum.  Útistarf er einu sinni í viku þar sem nærumhverfið, náttúran og grenndarsamfélagið er skoðað. 

Hreyfing

Í Hreyfingu er unnið með þrjá þætti, upphitun sem er leikur, þrautabraut þar sem þau gera ákveðnar æfingar á tíma og skipta svo um stað eða fara í hring með ýmsum þrautum á leiðinni og slökun. Þættir sem þjálfaðir eru í hreyfingu er jafnvægi, kasta, grípa og sparka í bolta, toga sig áfram og allskonar hopp.  Ef veðrið er gott þá er farið með hópinn í gönguferð og þá er reynt að fara út fyrir venjubundna göngustíga heldur gengið í þúfum, upp á kletta eða í ósléttu umhverfi.


Gönguferð


Kubbastarfið

Í Kubbastarfi eru notaðir kubbar sem heita Unit blocks en það er opinn efniviður þar sem börnin byggja út frá samtali og umræðum sem þau eiga með kennaranum. Síðan var byggt út frá þeirri umræðu. Hægt er að lesa um kubbana hér: http://www.froebelweb.org/web2027.html og hér: https://www.pgpedia.com/u/unit-blocks. Þessir kubbar eru notaðir á mörgum leikskólum á Íslandi og hér í Bjarkatúni höfum við notað einingakubba í yfir 20 ár. Íslenskar síðurum kubbana eru nokkrar en meða lannars má finna efni um þá hér: http://astaegils.is/?page_id=251og hér: https://timarit.is/page/6663661#page/n9/mode/2up 


Einingakubbar-húsið mitt

 Málörvun -Lubbastarfið

Í Lubbastarfi eru spil, bein, hundur, Íslandskort og hljóðasmiðjur notuð í leiknum. Þau eru að læra um bókstafina og hvaða hljóð þeir eiga. Lubbabókin er skoðuð, sungin Lubbalög og rætt um myndirnar. Kennsluefnið sem notað er í Lubbastarfinu byggir á hugmyndafræði Lubba en hægt er að lesa sér til um það hér: www.lubbi.is


Lubbi afmælishundur 


Numicon-Stærðfræði

Í numicon er unnið með stærðfræðikennsluefni sem byggir á að nýta þrjá af meginstyrkleikum ungra barna, læra í gegnum leik, hæfileika þeirra við að taka eftir og sterka tilfinningu barna fyrir mynstrum. Með Numicon fá börnin tækifæri til að skilja og átta sig á tengslum talna og að tölustafir eru ekki bara tákn heldur skipulagt kerfi þar sem allskonar mynstur koma fyrir. Meginhugmyndin er að börn skilji og átti sig á að tölustafir eru ekki bara tákn sem hafa verið sett niður á blað af handahófi, heldur mynda þeir skipulagt kerfi þar sem alls konar mynstur koma fyrir. Börnin kynnast tölustöfum víða í umhverfinu og hægt er að nota fjölbreyttan efnivið í Numicon vinnu. Hægt er að lesa allt um numicon hér: https://betranam.is/2019/01/25/staerdfraedi-er-hluti-af-daglegu-lifi/



Sköpun

Í Listakrók fer fram sköpun þar sem börnin fá tækifæri til að skapa með fjölbreyttum efnivið, þau mála með alls konar málningu, nota allskonar hluti og endurnýta efnivið sem fellur til.  Þannig gefum við börnunum frjálsar hendur í listsköpun sinni og styðjum þau til að auka hugmyndaflugið og sjálfstæði sitt í skapandi vinnu.  

Útikennsla

Í vinnslu

Upplýsingatækni

Í vinnslu

Vísindi 

Í vinnslu

Tónlist

Í vinnslu