Sérkennsla í leikskólum

Börn geta fengið sérstakan stuðning eða sérkennslu í leikskólum gegn mati viðurkenndra greiningaraðila. Meginmarkmiðið er að tryggja jafnræði allra barna í öllu leikskólastarfi óháð líkamlegu og andlegu atgervi.  

Skólaþjónusta Múlaþings og ALL teymið heldur utan um ráðgefandi þjónustu við leikskólann.  

Hverjir eiga rétt á þjónustunni?

Börn sem vegna fötlunar, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika þurfa sérstaka aðstoð, eiga rétt á stuðningi í leikskólanum undir handleiðslu sérfræðinga.

TRAS, Efi 2, Íslenski málhljóðamælirinn og Hljóm 2 eru tæki sem eru notuð til að finna einstaklinga sem þurfa aðstoð hvort sem hún er tímabundin eða til framtíðar. Leikskólastjóri, sérkennslustjóri og deildarstjórar fara yfir á fagfundum reglulega hvort það sé eitthvað sem þarf að athuga. Foreldrar þekkja börnin sín best og ef það er eitthvað sem þeim finnst þurfa að athuga þá hafa þeir samband við leikskólastjóra sem athugar málið.

Ráðgjöf vegna sérkennslu

Ýmis ráðgjöf er veitt foreldrum um starfsemi leikskóla vegna stuðnings, sérúrræða og sérkennslu. Ráðgjöfin getur verið við starfsmenn leikskóla og/eða með aðkomu sérkennsluráðgjafa sem staðsettir eru hjá skólaþjónustu Múlaþings og ALL líkanið. Ráðgjöf til foreldra er veitt endurgjaldslaust. Það sem fram fer í viðtölum er trúnaðarmál.

Sérkennslan er í höndum Hugrúnar M. Jónsdóttur

Ef grunur vaknar um frávik í þroska þá er þetta verkferlið:  

Verkferill ef upp kemur grunur um þroskafrávik

Verkferill í leik- og grunnskólum, fyrir einstakling.pdf

Verkferill í leik- og grunnskólum, fyrir hóp.pdf

Verkferill í skólaþjónustu.pdf