Það fara öll börn í hvíld eftir hádegismat nema elsti árgangurinn sem fer í tjaldastarf og hugarfrelsistíma á föstudögum. Hvíldin er að lágmarki 30 mínútur og er gert ráð fyrir að yngstu börnin sofi en foreldrar ákveða hversu lengi barnið sefur. Með börn á þriðja til fimmta aldursári er hvíldin róleg stund þar sem þau hlusta á sögu eða rólega tónlist í 20-30 mínútur, þau börn sem mega sofa fá næði til þess, foreldrar láta okkur vita hversu lengi barnið má sofa. Það fara allir í hvíld en þeir sem sofna ekki fara í útiveru eftir 30 mínútur hin fara í útiveruna þegar þau vakna. Engu barni er haldið vakandi og ef það sofnar fær það að sofa þar til hvíldinni líkur.
Við viljum biðja foreldra að virða tímann á milli kl. 11:30 – 13:00 á meðan matartími og hvíld er og trufla sem minnst þá.