Lög foreldrafélags Leikskólans Bjarkatúns

1. gr.

Félagið heitir Foreldrafélag Leikskólans Bjarkatúns og er heimili þess á Djúpavogi. Foreldrar barna í leikskólanum og/eða forráðamenn eru sjálfkrafa félagar og greiða félagsgjöld sem ákveðin eru árlega á aðalfundi félagsins. Aðrir sem áhuga hafa á málefnum leikskólans geta fengið inngöngu í félagið gegn greiðslu félagsgjalds.

2. gr.

Markmið félagsins er að vinna að heill og hamingju nemenda leikskólans. Markmið sínu hyggst félagið ná með því m.a.:

  • Að koma á umræðufundum um skóla- og uppeldismál almennt í samráði við skólann. Stefnt er að því að halda a.m.k. tvo foreldrafundi þar sem foreldrar geta rætt saman um málefni leikskólans. Fundirnir verði haldnir í nóvember og mars ár hvert.
  • Að veita leikskólanum lið svo að aðstæður til náms- og félagslegra starfa verði samkvæmt kröfum hvers tíma.
  • Að veita leikskólanum aðstoð vegna ákveðinna verkefna og starfa í skólanum.
  • Að koma fram með óskir um breytingar á starfi leikskólans.

3.gr.

Aðalfundur skal haldinn í maí ár hvert. Hver stjórn situr að lágmarki í eitt ár og skal a.m.k. 1 fulltrúi úr fyrri stjórn sitja áfram. Aðalfundur er haldinn samhliða kynningarfundi leikskólans. Stjórnina skipa 4 menn, þar af 3 úr röðum foreldra og 1 úr hóp starfsmanna leikskólans, kosinn á starfsmannafundi í leikskólanum. Stjórnin skiptir með sér verkum. Fulltrúi starfsmanna leikskólans skal þó hvorki vera formaður né varaformaður.

4.gr.

Stjórnin komi saman til fundar minnst tvisvar á starfsárinu. Fyrsti fundur skal haldinn í október. Þar skulu rædd mál er varða leikskólann almennt, sbr. 2.gr. Stjórnin undirbýr og boðar til aðalfundar sem halda skal a.m.k. 1 sinni á ári og boðaður er með minnst viku fyrirvara. Tillögur frá félagsmönnum skal senda stjórninni til afgreiðslu. Félagsstjórn er skylt að halda fund í félaginu ef a.m.k. 10 félagsmenn æskja þess. Félagið kjósi fulltrúa úr stjórninni í skólanefnd til setu á fundum nefndarinnar þegar það á við.

5.gr.

Félgsstjórn skal ekki sinna klögumálum eða hafa afskipti af vandamálum sem upp kunna að koma milli einstakra foreldra og starfsmanna skólans.

6.gr.

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi enda sé það tilkynnt í fundarboðum með minnst viku fyrirvara. Félagsfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.


Samþykkt á aðalfundi 06.05. 2021