Gjöf frá kvenfélaginu Vöku

Í dag komu fulltrúar kvenfélagsins Vöku færandi hendi og gáfu leikskólanum tvo Ipada auk hlusturs utan um þá. Ipadarnir eru virkilega veglegir og flottir auk þess sem hlustrin utan um þá eru sérstaklega hönnuð fyrir unga notendur. Mun þessi gjöf nýtast leikskólanum í fjölbreyttri kennslu með börnunum. Börn og starfsfólk leikskólans þakkar kvenfélaginu Vöku kærlega fyrir þessa góðu gjöf.