Sólarupprás

Þegar degi tekur að stytta í desember sjáum við sólina setjast bak við fjöllin af leikskólalóðinni en okkur á Kríudeild langaði til að sjá sólina koma upp. Við héldum því af stað einn morguninn eftir íþróttatíma í íþróttahúsinu og héldum upp á Bóndavörðu til að fylgjast með sólinu koma upp. Hún kom upp við Papey og voru krakkarnir hugfangnir af sólinni og hvernig hún kom upp úr sjónum. Þá mátti sjá gulan bjarma á Búlandstindinum. Veðrið var mjög stillt þennan dag og stefnum við á það gera oftar þegar færi gefst en líka að fylgjast með sólsetrinu.
Fréttamynd - Sólarupprás Fréttamynd - Sólarupprás Fréttamynd - Sólarupprás

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn