Vöfflukaffi

Við í Bjarkatúni höfum farið í vöfflukaffi á aðventunni í Tryggvabúð síðustu ár þó svo að síðasta ár hafi verið undanskilið. Það var því ánægjulegt að hægt væri að halda í þessa hefð og fara með nemendur Kríudeildar og elstu nemendur Krummadeildar í vöfflukaffi.

Börnin voru hæst ánægð að fá vöfflur, rjóma, súkkulaði og bláber auk þess að hitta ömmu, langömmu, frænku og frænda í Tryggvabúð. Við þökkum Tryggvabúð kærlega fyrir að taka á móti okkur.