Jólaball Bjarkatúns

Börn og starfsfólk mætti prúðbúið á jólaball leikskólans en dansað var í kringum jólatréð. Síðan kom hann Gluggagæir í heimsókn til okkar og færði öllum börnunum jólapakka. Það gekk reyndar smá brösulega fyrir jólasveininn að komast til okkar en hann fann ekki hurðina á salnum alveg strax og átti í erfiðleikum með að komast inn á pallinn. En að lokum tókst þetta allt og var honum vel fagnað af flestöllum en einhverjir urðu smá smeykir fyrst en það rjátlaði fljótt af þeim þegar þau sáu að jólasveinninn var hinn besti.

Dansað var í kringum jólatréð bæði áður en jólasveinninn kom en líka með jólasveininum. Síðan gaf hann þeim pakka og kvaddi alla. Eftir jólaballið fengu allir mandarínu og horfðu á jólamyndina um Rúdólf með rauða nefið.

Í hádeginu var svo boðið upp á jólamat og ís í eftirrétt sem rann ljúflega niður.
Fréttamynd - Jólaball Bjarkatúns Fréttamynd - Jólaball Bjarkatúns Fréttamynd - Jólaball Bjarkatúns

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn