Lalli töframaður

Hann Lalli töframaður kom í heimsókn í Bjarkatún í morgun en þessi viðburður var samvinnuverkefni foreldrafélags leikskólans og grunnskólans. Lalli töframaður kom með sýningu í leikskólann þar sem allir nemendur frá 1 árs til 6 ára skemmtu sér konunglega yfir töfrabrögðunum.

Hann fékk einn aðstoðarmann með sér í töfrabrögðin auk þess sem allir fengu að hjálpa honum við að töfra allskonar. Lalli náði vel til krakkanna sem fylgdust öll áhugasöm og spennt með honum.

Takk fyrir okkur foreldrarfélög leik- og grunnskólans fyrir þessa skemmtun.Fréttamynd - Lalli töframaður Fréttamynd - Lalli töframaður Fréttamynd - Lalli töframaður Fréttamynd - Lalli töframaður Fréttamynd - Lalli töframaður

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn