Lögreglan kemur í heimsókn
Á þriðjudaginn kom Hildur lögreglumaður í heimsókn og hitti krakkana á Kríudeild. Hún skoðaði hjólin þeirra og sýndi þeim lögreglubílinn og búnað sem lögreglan notar. Börnin voru mjög áhugasöm og spurðu margra spurninga eins og hvar fangelsið væri, hvar væru bófar og vondu kallarnir komu ansi oft til tals. En allir voru glaðir með þessa heimsókn og gaman að fá að hitta lögregluna.