Dagar myrkurs í Bjarkatúni

Eins og allt austurland er haldið upp á daga myrkurs þessa vikuna. Við byrjuðum vikuna á búningadegi. Kríudeild fór í íþróttahúsið og dansaði í myrkrinu með glowsticks sem vakti mikla lukku. Deildirnar hittust svo fyrir hádegismatinn og dönsuðu í salnum. Á miðvikudag og fimmtudag var byggt völundarhús með holukubbunum og leikið með vasaljós í þeim. Auk þess var gert skuggaleikshús út frá vísunni um ömmu og drauganna. Við enduðum svo vikuna á náttfötum og kósý þar sem við horfðum á Brakúla greifa og fengum ávextaskál. Fjörugir og notalegir dagar myrkurs í Bjarkatúni
Fréttamynd - Dagar myrkurs í Bjarkatúni Fréttamynd - Dagar myrkurs í Bjarkatúni Fréttamynd - Dagar myrkurs í Bjarkatúni Fréttamynd - Dagar myrkurs í Bjarkatúni

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn