Jól í skókassa

Nemendur og kennarar hjálpuðust að við að setja í þrjá skókassa fyrir verkefnið jól í skókassa sem er alþjóðlegt verkefni. Við höfum áður safnað í skókassa og sent frá okkur og áttum því til allt sem þurfti frá söfnun sem við stóðum fyrir í fyrra. Afgangurinn var nýttur í að kaupa það sem upp á vantaði. Kassarnir verða svo sendir til Úkraínu.

Þegar kassarnir voru tilbúnir fóru nemendurnir á Kríudeild með þá til Alfreðs sem tók glaður á móti þeim og krakkarnir voru mjög spenntir yfir þessu verkefni.
Fréttamynd - Jól í skókassa Fréttamynd - Jól í skókassa Fréttamynd - Jól í skókassa Fréttamynd - Jól í skókassa

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn