Dagur íslenskrar tungu

Lubbi okkar á afmæli á degi íslenskrar tungu og héldum við upp á afmælið hans með því að syngja fyrir hann á afmælisdaginn auk þess sem tveir krakkar gerðu kórónu handa honum. Daginn fyrir afmælið hans var farið í Lubbabeinaleit en Lubbi var búinn að týna nokkrum beinum á Bjargstúninu. Galvaskur hópur nemenda af Kríudeild héldu af stað með kort í hendi til að finna beinin hans. Lubbi var með í för enda voru þetta beinin hans sem átti að finna. Þegar komið var á áfangastað hófst leitinn og fundust öll fimm beinin hans Lubba og þegar þeim var raðað saman kom í ljós að þau stöfuðu orðin LUBBI.

Daginn eftir var afmælið hans Lubba en líka afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar eða dagur íslenskrar tungu. Við gerðum kubbakalla úr okkur sjálfum í kubbastarfi.

Mamma hans Jónasar sagði honum að klæða sig í fötin þegar hann var sex eða sjö ára gamall og þá gerði hann þessa vísu.
Buxur, vesti, brók og skór,
Bætta sokka nýta
Húfutetur, hálsklút þó
Háleistana hvíta
Fyrri hópurinn í hópastarfi á Kríudeild gerði Jónas og klæddi hann í þessi föt sem hann nefndi. En seinni hópurinn gerði nútíma einstakling sem þurfti líka að klæða sig og var klæðnaðurinn aðeins öðruvísi. Þetta er hún Sigrún sem fór í:
Kjóll, hálsmen, hattur
Peysa, gleraugu og buff
Nærbrók, sokkabuxur
Hælaskór og glimmer


Fréttamynd - Dagur íslenskrar tungu Fréttamynd - Dagur íslenskrar tungu Fréttamynd - Dagur íslenskrar tungu Fréttamynd - Dagur íslenskrar tungu

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn