Snjór, snjór og meiri snjór

Við snjómokstur á pallinum okkar fannst þessi fallega fluga sem ekki hefur náð að komast inn í ylinn hjá okkur í leikskólanum. Við komumst nefnilega að því við brunaeftirlitsferð að moka þyrfti frá neyðarútgöngum úr sal og deildum þar sem snjórinn var það mikill að við hefðum ekki komist út ef við hefðum þurft að fara í skyndi ef brunabjallann færi í gang.

Flugan vakti hins vegar mikla lukku hjá krökkunum sem finnst ekki gott að borða snjó með flugum í, sérstaklega ef þær eru dauðar eins og einn sagði. En flestir voru á því að það væri ekki gott að borða snjóinn þó flestir smökkuðu aðeins á honum.

Við erum búin að fara út í allskonar veðri alla dagana en verið mislengi úti eftir veðrinu. Það hefur samt alltaf verið hressandi að fara út og leika smávegis.
Fréttamynd - Snjór, snjór og meiri snjór Fréttamynd - Snjór, snjór og meiri snjór Fréttamynd - Snjór, snjór og meiri snjór

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn