Þorrablót leikskólans

Að venju hélt leikskólinn upp á þorrann með því að halda smá þorrablót. Við dönsuðum kokkinn og tókum upp hald við gömlu dansana. Eftir ballið var veisla og opnað á milli deilda. Allir sem vildu fengu að smakka þorramatinn og sumir voru extra hugrakkir og smökkuðu allt saman á meðan aðrir tóku öruggu leiðina og borðuðu hangikjöt og flatbrauð. Seinna um daginn var svo karlmönnum boðið í heimsókn og fengu krakkarnir pabba, afa, frænda og/eða bróðir í heimsókn þar sem boðið var upp á þorramat og kaffi.
Fréttamynd - Þorrablót leikskólans Fréttamynd - Þorrablót leikskólans Fréttamynd - Þorrablót leikskólans

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn