Öskudagssprell

Öskudagssprell fór fram í Bjarkatúni á öskudaginn og máttu allir koma í búningum, furðufötum eða náttfötum. Kötturinn var sleginn úr tunnunni en elstu nemendur leikskólans sáu um að mála hana og skreyta. Þegar tunnan fór í sundur leituðu nokkrir í dálitla stund eftir kettinum sem fannst hvergi en í staðinn var poki með smá góðgæti handa hverju barni. Eftir fjörið var horft á bíómynd um brúðubílinn sem vakti mikla lukku. Eftir hádegi töku nemendur á Kríudeild á móti syngjandi krökkum sem fengu poka með smá góðgæti í.
Fréttamynd - Öskudagssprell Fréttamynd - Öskudagssprell

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn