Dagur íslenskrar tungu

Alla vikuna höfum við undirbúið dag íslenskrar tungu sem byrjaði með lestrarátaki leikskólabarnanna. Þau fóru heim með Lubbabein og skráðu hvaða bækur voru lesnar yfir vikuna. Beinin fóru svo í afmælispakka til Lubba en hann átti pakka inn á sitthvorri deildinni. Í samverustundum ræddum við um daginn og horfðum á myndband um Jónas Hallgrímsson sem átti afmæli þennan dag. Lubbi okkar á líka afmæli þennan dag og því fær hann pakka með fullt af Lubbabeinum. Lubbi hefur verið í starfi með leikskólabörnunum í Bjarkatúni í 13 ár þó svo að hann hafi átt 4 ára afmælisdag. Á kríudeild var svo unnið verkefni upp úr vísunni hans Jónasar Buxur, vesti, brók og skór sem hægt er að sjá á veggnum fyrir framan eldhúsið.

Fréttamynd - Dagur íslenskrar tungu

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn