Frost á fróni
Leikskólabörnin undirbúa komu þorrans með því að gera sér þorrahatta sem þau ýmist mála eða skreyta með ull og gæru. Á Krummadeild máluðu þau hattana en á Krummadeild hönnuðu þau sína hatta sjálf og settu á þá gæruskinn og ull. Allskonar hattar urðu til. Einnig hafa þau æft þorraþrælinn sem hefur aldeilis verið viðeigandi þar sem heldur betur er búið að vera kalt á Djúpavogi síðustu daga, svo kalt að það frýs í æðum blóð. Svo kalt að enginn hefur getað farið út í nokkra daga þar sem bæði mikið frost og vindur leika sér saman í garðinum okkar. Á Kríudeild nýttu þau tækifærið og gerðu tilraun með vatnsmálningu í frostinu og fengu að mála með ísmolum eftir að málningin hafði frosið úti yfir nóttina. Þá náðum við líka í smá snjó sem málað var úr. Ótrúlega skemmtilegt og öðruvísi að mála með snjó og klaka en með hefðbundinni vatnsmálningu.