Bóndadagurinn og þorrablót
Bóndadagurinn er haldinn hátíðlegur í Bjarkatúni. Kórónur/víkingahattar voru gerðir, dansaður kokkurinn og gömlu dansarnir áður en maturinn hófst. Opnað var á milli deildanna og fengu allir að smakka þorramat sem sumum fannst ljúffengur en öðrum ekki eins góður. Í eftirrétt var íspinni sem rann mun betur niður en þorramaturinn. Fyrir lok dagsins var svo boðið í afganga og kaffi en þá komu pabbar, afar, frændur og bræður í heimsókn.