Taupokar Bjarkatúns

Frá því leikskólinn varð grænfánaskóli hafa verið notaðir taupokar fyrir blautan fatnað barnanna. Í byrjun voru taupokarnir hvítir pokar sem við merktum með nafni leikskólans og númer poka. Þannig getum við sett blautan fatnað barns í ákveðið númer á poka sem fer svo inn í fataklefa í hólf barnsins. Foreldrar geta svo sett nýtt sett af aukafatnaði í sama pokann og skilað í leikskólann. Með þessu kerfi er verið að aðvelda starfsfólki utanumhald á fatnaði barnanna. Því þegar 15 börn koma inn blaut og þurfa að skipta um föt verður oft mikið kaos. Allir út um allt að fara úr fötum og fá ný þurr föt. Við réttum þeim því poka nr. 3 og skráum það á barnið. Barnið setur blautu fötin í pokan og setur á hilluna. Við getum því auðveldlega fundið út úr því hver átti poka nr. 3 af því hann er skráður á barnið. Síðan þeagr pokinn kemur til baka þá þurkum við skráninguna út og eitthvert annað barn fær pokann.

Fyrst vorum við með hvíta poka og síðan bættust við pokar úr nærbol sem búið var að sauma saman að neðan. Nokkuð áberandi pokar og öðruvísi en allir aðrir. En því miður hafa pokarnir ekki skilað sér til baka og þeim hefur fækkað jaftn og þétt síðustu ár. Það mikið að allir pokarnir okkar voru búnir og þá voru góð ráð dýr.

En svo heppilega vildi til að ein amman í barnahópnum tók sig til og saumaði handa okkur nýja poka þannig að nú erum við komin með helling af nýjum pokum sem við merktum með sama fyrirkomulaginu. Það er von okkar að þeir haldi tölunni svo við getum áfram nýtt taupoka undir blaut föt. Eins ef einhver hefur í fórum sínum poka merktan Bjarkatúni þá væri mjög gott ef hann skilaði sér aftur í leikskólann þar sem hann fengi fulla nýtingu.

Við þökkum þessari dásamlegu ömmu kærlega fyrir sendinguna af taupokum sem munu nýtast mjög vel fyrir blautan fatnað.
Fréttamynd - Taupokar Bjarkatúns Fréttamynd - Taupokar Bjarkatúns

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn