Leikskólinn Bjarkatún flaggaði Grænfánunum í fimmta sinn í október 2022. Unnið er markvisst starf í tengslum við skrefin sjö sem landvernd hefur sett. Umhverfisráð er starfandi í leikskólanum og er kosið í ráðið á haustin. Í ráðinu eru tveir fulltrúar starfsfólks, einn fulltrú foreldra auk nemenda af Kríudeild.  Á Kríudeild er unnið markvisst að skrefum grænfánans í grænfánahóp sem fer inn í flæði deildarinnar.  


Endurgjöf Landverndar eftir úttekt síðasta tímabils

Endurgjöf Bjarkatún 22 - loka (1).pdf

Gátlistar Grænfánans eru gerðir í upphafi tímabils og ákváðu elstu nemendurnir hvaða þema ætti að taka og fyrir valinu varð lífbreytileiki.  

gátlisti lífbreytileiki.pdf